top of page
Screenshot 2024-08-05 160812.png
enduce-duschgolvbrunn-crop-1536x949.jpg

Sturtubotnar með 75% orkunýtingu.
Nýr staðall - Endurheimt glatvarma!

Fæstir sjá fyrir sér orkunotkun þegar farið er í sturtu. Þetta er allt svo sjálfsagt, vatnið rennur í stríðum straum og orkunotkun er það seinasta sem hvarflar að notandanum.

 

En þetta kostar allt og það er ekki til endalaus orka eða heitt vatn! Að draga úr orkunotkun þegar farið er í sturtu er því mikilvægur þáttur í umskiptum yfir í sjálfbær orkukerfi.

 

Enduce gólfniðurfallið endurheimtir allt að 75% af hitanum í sturtuvatninu – dýrmæta orku sem annars myndi skolast niður í niðurfallið. Tæknin dregur verulega úr auðlindanotkun og jafnar orkuþörf heimila sem skilar sér í minni kostnaði fyrir bæði fasteignaeigendur og orkuframleiðendur.

Hvernig virkar Enduce?

Enduce tæknin dregur úr orkuþörfinni þegar farið er í  sturtu úr 20 kW í um það bil 6 kW. Orkan í notaða sturtuvatninu forhitar kalda vatnið fyrir blöndunartækið og dregur þannig úr orku- og heitavatnsnotkun um allt að 75%.

Enduce er byggt á öflugri iðnaðartækni sem er aðlöguð  fyrir nútíma baðherbergi. Þetta er óvirk lausn án slitflata  eða varahluta. Sturtubotninn er með innbyggð heitvatnsdrifið hreinsikerfi sem kemur í veg fyrir stíflur sem áður voru hindrun í skilvirkri orkunýtingu úr  sturtuvatni.

 

Með einföldum hætti er varmaskiptirinn hreinsaður með heitavatninu í lokuðu kerfinu. Þetta er gert eftir c.a. 100 sturtuferðir og tekur stuttan tíma.

Screenshot 2024-10-07 160432.png

Hönnun Enduce

Það sem einkennir hönnun Enduce er einfaldleikinn. Ef stíflast er yfirfall sem færir vatnið í frárennslið. Þá þarf einfaldlega skrúfal frá hreinsunar krananum og hann heinsar varmaskiptinn að innan. 

Ráðgjöf

Enduce og Circula aðstoða við sérstaka útreikninga fyrir byggingarframkvæmdir ef óskað er eftir því. Hafðu samband við okkur til að finna út raunkostnað.

Nánari upplýsingar um Enduce er að finna hér.

Vatten-inzoomad-uppe-1536x864.jpg
bottom of page