top of page
Sviþjóð 8.jpg

ENDURVINNSLA
Á SAMSETTUM
PAPPAUMBÚÐUM

Gefum sorpi nýtt líf! 

3D version Blck n white - Icelandic tagline.png

Circula vinnur að því að setja á fót verksmiðju til að framleiða sterkar, fjölnota byggingaplötur úr samsettum pappaumbúðum. Markmiðið er endurvinnsla á hráefni sem annars er alfarið flutt úr landi og hefur að stórum hluta verið brennt. Með þessu gefum við sorpi nýtt líf og umbreytum því í endingargóðar byggingarplötur. Það eru byggingaplötur með 80 til 90% minna kolefnisspor miðað við hefðbundnar byggingaplötur. 

Á Íslandi falla til á milli 3 og 4 þúsund tonn af samsettum pappaumbúðum. ​Kostnaður er við að senda þetta hráefni til útlanda og það eykur kolefnisfótspor þjóðarinnar.

Byggt á nýjustu tölum frá ACE og þýsku umhverfis- og neytenda-samtökunum DUH, hefur verið reiknað út að meðalinnihald samsettra pappaumbúða sé:

  • 72,5% pappatrefjar

  • 24% plast fjölliða

  • 3,5% ál

 

DUH bætir við að pappírsinnihald öskju geti verið á bilinu 53%–80% og fer það eftir tegund umbúða og mörkuðum. Umbúðir á Íslandi eru öðruvísi en á Spáni undir sömu matvæli. Vandamálið við endurvinnslu svona umbúða er þessi samsetning á efnunum en "vandamálið" verður að lykillausninni við framleiðslu þessara platna. 

Plöturnar koma í staðin fyrir gifsplötur, spónaplötur, OSB og krossviðsplötur og er hægt að nota bæði inni og úti. 

Yfir 50% af samsettum pappaumbúðum eru brennd eða urðuð í Evrópu. Sem dæmi er endurvinnsluhlutfall Tetra Pak einungis u.þ.b 45%, en auk umhverfisáhrifanna er einnig umtalsverður efnahagslegur kostnaður sem fylgir förgun á slíkum umbúðum. 

  • Við spörum gjaldeyri með minni innflutningi á plötum

  • Við minnkum kolefnisspor þjóðarinnar

  • Við sköpum störf með innlendri framleiðslu

  • Við notum innlenda orku

 

Verksmiðjan mun framleiða níðsterkar byggingaplötur úr þessum samsettu umbúðum. Ætlunin er að nota framleiðslutækni sem er einkaleyfisvarin og gefur möguleika á að endurvinna allan samsettan pappaúrgang sem fellur til hér á landi. 

Meira um það síðar. ​ 

bottom of page