top of page
Plasma air.png

LOFTGÆÐI FYRIR HVERN ANDARDRÁTT

Við öndum að okkur meira en 2000 lítrum af innilofti á hverjum degi. Inniloftið sem við öndum að okkur getur verið allt að fimm sinnum mengaðra en útiloft og verið fullt af vírusum, bakteríum, rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (VOC), sveppagróum og ofnæmisvökum, sem geta haft neikvæð heilsufarsleg áhrif.

Plasma Air er eitt af vörumerkjum í eigu WellAir á Írlandi. Fyrirtækin hafa háþróaðar lausnir til að bæta inniloft og hjálpa þannig til við að bæta heilsuna í hverjum andardrætti. Þessar lausnir eru með mismunandi tækni og seldar undir mismunandi vörumerkjum eins og sjá má hér að neðan. Þessar lausnir tryggja að loftið sem við öndum að okkur og innanhússumhverfið sem við búum í sé laust við sýkla og mengunarefni sem ógnað geta heilsu okkar.

wellair-logo-png.png
Nanostrike-Technology-Logo.png
Screenshot 2024-08-19 124925.png
1698162599-plasma-air-logo.png
1698784796-novaerus-logo_tagline.png
PA-Logo-new-0fd6813a91bd560268f46a715534b00c150a11b3e2d65227b0520be7d78fbc7d.png

Fyrir allar byggingar

Plasma Air vörumerkið stendur fyrir háþróaðar lausnir sem byggðar eru á jónunartækni og ætlaðar fyrir loftræsikerfi sem eru í notkun allan sólahringinn. Þessi tækni dregur úr virkni sýkla og mengunarefni í lofti á áhrifaríkan hátt.

Hér að neðan eru linkar á hluta af þeim lausnum.

WellAir 1.jpg

Tvískauta jónunarrannsóknir

Sýnt hefur verið fram á að Plasma Air lofthreinsilausnir draga úr bakteríum, vírusum, VOC og svifryki á öruggan og áhrifaríkan hátt í tugum óháðra rannsókna.

 

Í tilviksrannsóknum og mati á vettvangi hefur verið sýnt fram á að PlasmaAir vörurnar draga úr sýkingu í raunverulegum aðstæðum.

 

Hér er linkur á nánari upplýsingar: Research

Plasma Air vörur skiptast í tvo vöruflokka

Fyrir loftræsikerfi

Lofthreinsunarvörur PlasmaAir línunnar hafa verið settar upp í loftræsikerfum þúsunda fyrirtækja, stofnana og heimila í yfir 60 löndum. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þessar lausnir virka á sýkla og bakteríur, eyða lykt, myglu og VOC og bjóða upp á umtalsverðan orkusparnað. Allar vörur eru UL 2998 vottaðar fyrir enga losun ósons.

Færanleg loftsótthreinsun

Plasma Air hefur einnig þróað Novaerus línuna með Protect og Defend með einkaleyfi sínu á NanoStrike™. Þessi tæki eru auðveld í notkun, flytjanleg og hljóðlát. Tækin veita öruggustu og hagkvæmustu sýklavörnina í litlum til meðalstórum rýmum.

Fyrirbyggjandi lofthreinsun fyrir allar byggingar

 

Plasma Air framleiðir vörur sem hreinsa inniloftið í byggingum – þar sem þess er mest þörf – sem leiðir til heilbrigari, orkusparandi innanhússumhverfis í verslunar-, stofnana-, iðnaðar- og íbúðarhúsnæði. Fyrirtækið notar mjög áhrifaríka tækni sem kölluð er "mjúk jónun" og uppfyllir ákvæði Amersíka ASHRAE's 62.1 IAQ staðlsins.

bottom of page