top of page
URSA-AIR-InCare-web-carrusel-2.jpg
URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Nýsköpun í loftgæðum innandyra til að vernda heilsu fólks!

Loftgæði utandyra hafa verið mikið áhyggjuefni á heimsvísu undanfarna áratugi. Meiri mengun og fjölbreyttari auk þess sem mun fleira fólk hefur margskonar ofnæmi í dag. Aukinn tími innandyra þar sem fólk eyðir öllu jafna 90% af tíma sínum gerir það einmitt nauðsynlegt að finna leiðir til að bæta loftgæðin innandyra. 

 

Af þessum sökum hefur rannsóknar og þróunardeild URSA þróað InCare tæknina. Þessi nýjung er í samræmi við skuldbindingu fyrirtækisins um að búa til einangrunar- og loftkælingarlausnir sem bjóða upp á aukna vernd fyrir heilsu fólks.

 

URSA er staðráðið í að nota nýsköpun og þátttöku í gerð sjálfbærra bygginga til að skila tækni á markaðinn sem bætir lífsgæði fólks en hugar samhliða að umhverfisáhrifum. 

 

Hugmyndafræði URSA fellur að markmiðum Circula um að bjóða betri og umhverfisvænni lausnir fyrir byggingariðnaðinn, sem skilar sér í  betri heilsu og vellíðan fólks á vinnustöðum.

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png

Tækninýjung, hönnuð fyrir fólk!

Þessi nýja InCare tækni URSA, byggir á koparjónum, sem notuð eru á mismunandi byggingarefni, það dregur hraðar úr hættu á örveruflutningi í gegnum loftið og veitir aukna vörn gegn veirum og bakteríum. Allt er staðfest af óháðum aðilum. 

01

image.png

Örverur gerðar óvirkar

InCare tæknin byggir á örverueyðandi eiginleikum kopars. Rannsóknir gerðar af óháðum rannsóknarstofnunum staðfesta að nýju URSA AIR stokkarnir með InCare tækninni sýna getu til að draga úr bakteríum og vírusum um allt að 99,99% á innri veggjum stokkanna. Því hraðar sem sæfiefnið* fer, því betri verða gæði loftsins sem streymir inni.

 

*Sæfiefni eru virk efni og efnablöndur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum.

Heimild: UST.is

02

Screenshot 2024-08-15 164809.png

Frábær ending

Sýklaeyðingareiginleikar kopars endast allan notkunartímann loftræisistokkanna og viðheldur hamlandi verkun gegn útbreiðslu örvera. Ekki þarf að endurnýja neitt allan rekstrartíma loftræsistokkana sem geta enst í 30 til 50 ár. 

03

Screenshot 2024-08-15 170744.png

Örugg efni

Grunnurinn að InCare tækninni er kopar, náttúrulegt efni sem er nauðsynlegt í okkar daglega mataræði og starfsemi líkama okkar. Kopar er til staðar í mörgum matvælum sem við borðum. Kopar virkar frábærlega til að hafa áhrif á örverur. 

Hvernig virkar InCare tæknin?

Ef það vakna spurningar um virkni InCare tækninnar er hægt að hafa samband við Circula eða beint á heimasíðu URSA. (sjá nánar)

URSA-InCare-logotipo-URSA-InCare-blue_horizontal-no-registrado.png
Screenshot 2024-08-21 125739.png

Til að hindra útbreiðslu örvera: þá skipta loftgæði
miklu máli

bottom of page